Árið 1984 óskaði einn af viðskiptavinum eftir æðardúni frá Íslandi og upp frá því hófst útflutningur með æðrardún hjá fyrirtækinu. Fyrst til Þýskalands en síðan einnig til Japans.

Frá upphafi hefur fyrirtækið lagt mikla áherslu á útflutning á æðardúni. Þar er um einstaka náttúruvæna vöru að ræða, og á sama máta mestu gæði, sem völ er á. Æðardúnn er afurð frá æðarfuglinum, þar sem fuglinn er ekki skaðaður á nokkurn hátt.

Það hefur verið stefna fyrirtækisins að stuðla að því að fá viðskiptavini fyrirtækisins, bæði frá Japan og Þýskalandi, til að koma til Íslands og sjá með eigin augum til að skilja hvernig afurðin verður til. Hefur það reynst mjög vel fyrir alla aðila.